þriðjudagur, desember 05, 2006
Je suis paresseux
Í gær var mánudagur. Kannski ekki frásögufærandi nema það að á mánudaögum er ég að vinna á Bláa Borðsal á Hrafnistu í Reykjavík. Salurinn er reyndar ekkert það blár. Bara smá. Hann er samt blárri en Stóri Borðsalur þar sem sá salur er ekki vitund blár.
Hugur minn hafði ákveðið að í gær væri ég alls ekkert að vinna. í raun hafði hugur minn áætlað að það væri sunnudagur, þrátt fyrir það að ég hefði fyrr um morguninn farið í landafræðipróf. Landafræðipróf sem ég mun líklega þurfa að taka aftur vegna yfirvofandi falls.
En ég lá upp í rúmi á mínu sunnudagseftirmiðdegi þegar síminn minn hringir sinni ógeðslega leiðinlegu hringinu sem hljómar einhvernvegin svona: Dring, dring.
Ég teki upp símann og sé að á skjánum stendur: Blái salur calling.
Ég hugsa með mér að nú sé andskotans vinnan að hringja til að biðja mig að taka aukavakt. Ég nenni því að sjálfsögðu ekki og er að hugsa um að svara ekki.
En ég geri það samt til að vera ekki þessi svarar-ekki-í-símann-týpan sem allir hata.
Þá tilkynnir yfirmaður minn mér að það sé mánudagur og vaktin mín sé byrjuð.
Mikið djöfull var ég vonsvikin. Búið að skemma sunnudageftirmiðdegi uppi í rúmi fyrir mér. Andskotans.
Annars er ég bara að læra frönsku og bíða eftir því að fara í vinnuna. Ég er samt ekkert að læra frönsku í alvörunni. Ég er að blogga. Svo er ég líka búin að skoða öll önur blogg í heiminum. Og spila leik sem heitir Funny Farm.
Ætla að fara í Funny Farm. Eða éstudier francais....ég sökka, ég veit.
Au revoir.
Tinna - La paresse est un style de vie
tisa at 14:43
2 comments